Monday, 31 March 2014

Brauð-ið

Þessi frábæra uppskrift kemur héðan. Þetta er uppáhalds brauðuppskriftin mín þar sem hráefnin eru fá og einföld  og brauðið er rosa gott. Hef gert svona brauð úr henni en einnig bollur og snittubrauð svo ég myndi segja að það sé allt hægt! 


Í brauðið fer: 
500 g hveiti
0.75 msk ger
0,75 msk salt 
375 ml volgt vatn 
Ath. þetta er hálf uppskrift og úr henni kemur þetta brauð eins og er á myndunum, heil uppskrift er hér.

Aðferð:
Hrærið allt saman í stórri skál með sleif þar til deigið er orðið frekar blautt og klístrað og nánast allt hveitið horfið inn í deigið.
Leggið viskastykki eða plastfilmu yfir deigið og látið það lyfta sér við stofuhita í 2 tíma.
Mótið deigið með hveitistráðum höndum og leyfið því að lyfta sér í hálftíma í viðbót. 
Hitið ofninn í 220°C. Ég leyfði bökunarplötunni að hitna í ofninum líka.
Ég bakaði brauðið í um 30 mínútur og galdurinn við góða skorpu er að hafa eldfast mót með heitu vatni neðst í ofninum.
Ég skar svo svona kross í brauðið rétt áður en það fór í ofninn svo að það lyfti sér betur.
Yndislega ljúffengt. 
Svo má líka geyma degið í ísskáp í allt að tvær vikur og taka af og baka brauð þegar manni lystir!

RFF


Ein mynd af okkur systrunum saman. 

Sunday, 30 March 2014

Reykjavík Fashion Festival

Okkur systrum áskotnuðust á síðustu stundu miðar á Reykjavík Fashion Festival okkur til mikillar gleði. Hér eftir komu nokkrar myndir sem við tókum á símana okkar yfir daginn en við nenntum ómögulega að dröslast með stóru myndavélina. Látum myndirnar tala.

Farmers market var fyrsta sýning dagsins. Ég var mjög hrifin af sýningunni sem heild, hljóðfæraleikararnir og karlakórinn tónuðu mjög vel við fatnaðinn.


Katlan mætt á svæðið.


Zizka


Selfie milli sýninga.


magneaÞað var mikið um bið.


ELLAVið vorum alveg á síðustu metrunum og fórum á kaffihús og fengum okkur hressingu á Le Bistro á Laugavegi. Misstum því miður þar af leiðandi af REY sem við hefðum nú alveg viljað sjá. Á myndum lítur sú lína allavega mjög vel út, það eru líklegast fötin sem við erum hrifnastar af. 


Laumast í loftinu. 


Lyftuselfie!JÖR var með mjög flott show!


Í heildina var þetta alveg æðisleg upplifun. Við vorum báðar að fara í fyrsta skipti á RFF og það var mjög gaman að fá að prófa svona festival. Það eina sem setti svartan blett á daginn var þessi endalausa bið alltaf á milli sýninga og það að ekki ein einasta sýning byrjaði á auglýstum tíma. Þetta var rosa gaman en okkur þótti fullmikið að það hafi þurft að fara svona mikill tími í þetta allt saman. 


INNBLÁSTUR

Þýska leikkonan Marlene Dietrich veitir innblástur dagsins. Þvílík díva sem hún var!
Friday, 28 March 2014

SÆTINDI: Oreo kaka

Við vorum ekkert að grínast með þessa sætindaþörf sko! Stundum er metnaðurinn meiri og þá er skellt í svona alvöru köku sem þarfnast meiri fyrirhafnar eins og t.d. þessi eða ískökurnar sem hún Katla gerði um daginn.


Uppskriftin af oreokökunni er upprunalega héðan.

Það sem þarf:
1 1/2 bolli sykur
2 eggjarauður
125 g smjör
2 dl karamellujógúrt
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
1 tsk vanillusykur
3 bollar hveiti
u.þ.b. 12 muldar oreo kexkökur

Aðferð:
Hitið ofninn í 160°C. 
Byrjið á því að hræra vel saman eggjarauðum og sykri. 
Hrærið svo við smjörið, jógúrtina, lyftiduftið, vanilludropa og vanillusykur.
Hrærið hveitið svo saman við með sleif og svo er oreo kexinu bætt útí að lokum.
Bakið í miðjum ofni í um 30 mín eða þar til kakan er orðin gullinbrún. (Mér finnst gott að athuga hvort hún sé tilbúin með því að stinga prjóni í kökuna miðja og ef það kemur ekkert deig með honum er kakan tilbúin.)

Smjörkrem:
Þessi uppskrift er blanda af nokkrum uppskriftum sem hafa verið í uppáhaldi hjá okkur. Í hana fer:
150 g smjör
1/2 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk vanillusykur
2 msk sýróp
2 msk kakó
1 1/2 - 2 msk kaffi
500 g flórsykur

Byrjið á að þeyta saman allt nema kaffið og flórsykurinn. Þeytið svo flórsykurinn við í litlum skömmtum og setjið kaffið þegar kremið virðist of þykkt.
Smyrjið svo kreminu á kökuna og myljið oreo kexi yfir.
Njótið með bestu lyst!B&W INSPIRATION

Elska þau!

gifspitarion

því að stundum er innblásturinn á hreyfingu. 

myndir: tumblr