Thursday, 29 May 2014

flugferðanauðsynjar

Ég hef eytt dágóðum tíma í flugi, eigandi kærasta sem býr erlendis, búa svo sjálf erlendis og vera alltaf flúgandi fram og tilbaka á milli landa. Á þeim fjölmörgu flugferðum er ég komin með nokkra hluti sem ég þarf alltaf að vera með meðferðis þegar ég fer í flug. Er líka orðin helvíti góð í að pakka!


  • Eyrnatappar, það allra mikilvægasta, svona til þess að sleppa við fluþreytu og hellu í eyrum, set þá í áður en flugvélin fer í loftið og tek þá ekki úr fyrr en flugvélinin er lent.
  • Heyrnatól, til þess að hlusta á tónlist eða að horfa á skjáinn þegar maður er í svoleiðis vél. Set heyrnatólin bara yfir eyrnatappana, það er ekkert að trufla sko :)
  • Mjúkir sokkar. Ég fer yfirleitt úr skónum um leið og ég er búin að koma mér fyrir í sætinu, svona til þess að sleppa við þrýstinginn. Þá er gott að vera með auka mjúka sokka ef það skyldi verða smá kalt.
  • Þægileg föt! Ég er alltaf í síðerma bol, kuldaskræfan ég og góðri peysu, þangaðtil fyrir stuttu var ég alltaf í kósýbuxum, nú er ég búin að komast að því að Dr.Denim gallabuxurnar eru alveg hæfar í flug sökum mjúkleika. Það er ömurlegt að vera í einhverju óþæginlegu í langri flugferð, mæli líka með íþróttatopp og ömmunærbuxum ;)
  • Góð bók. Margir eru með það svo hentugt að vera með bókina bara í símanum, kindlinum eða ipadinum. Ég er búin að vera léleg við að lesa undanfarið en finnst samt alltaf gott að hafa eina létta í töskunni svona til öryggis. Ef mér skyldi leiðast. Önnur bók sem ég er þó alltaf með er lítil skissubók, svona ef ég skyldi nú fá einhverjar góðar hugmyndir. Mér finnst þær nefnilega alltaf líta betur út á pappír en í símanum.
  • Penni. Hann ætti kannski að vera ofar á listanum! Alltaf gott að vera með penna í töskunni á ferðalagi, til dæmis ef þig vantar að merkja töskuna sleppurðu við að spyrja næsta mann í röðinni á flugvellinum eða þá sleppur við lúkkið í check in þegar þú lætur næsta mann bíða því þú ert að klára að merkja töskuna þína.
  • Passi og flugmiðar eða bókunarnúmer, þarf vart að nefna það eða hvað..
  • Taupoki. Ég reyni alltaf að vera með auka taupoka í töskunni til að sleppa við óþarfa plastpoka.
  • Bakpoki, svona til að geyma allt sem er á þessum ágæta lista.

Vona að þetta geti nýst ykkur eitthvað á leið í ferðalag í sumar, þið getið þá valið og hafnað því sem ykkur hentar. Þetta er allavega það sem fær alltaf að fylgja með mér, auðvitað fylgja oft aukalega ýmsir aðrir hlutir, en þetta er svona staðalbúnaðurinn, þið skiljið. Wednesday, 28 May 2014

CHANEL CRUISE 2015

"I don´t know if it´s got anything to do with the real Dubai but it´s the Dubai of my childhood fantasy - it´s Marisa Berenson on a magic carpet" 


sagði Tilda Swinton um línuna. Mér finnst það algerlega eiga við. 
Innblásturinn í línuna var semsagt fenginn frá Dubai. Afsakið myndaflóðið, það er bara svo ofboðslega mikið af fallegum smáatriðum.
Ég er viss um að þú rúllaðir hratt í gegnum þessar myndir, farðu efst og smelltu á myndina og skoðaðu betur, þetta eru ekki bara stelpur á sýningarpalli. Það er svo ótrúlega mikið af fallegum smáatriðum að skoða.

Myndirnar eru fengnar héðan.


Monday, 26 May 2014

sumar

Jæja, það er búin að vera svolítil lægð á blogginu síðustu daga. Ástæðurnar eru þær að Katla er búin að vera í prófum og ég er búin að vera og er enn, í Stokkhólmi að njóta. Það er búið að vera svo sjúklega gott veður að það er nánst glæpur að vera inni í tölvunni. Þá lætur maður það líka bara vera, svona að mestu. 

Afsakið gatið á sokkabuxunum. Ég get bara varla átt svoleiðis án þess að það komi strax gat hjá tánni!

Ég leyfði tískumeðvitundinni að fjúka út um gluggann og skynseminni alveg að ráða ferðinni þegar ég keypti mér þessa skó. Þetta eru svona svartir klassískir Birkenstock og ég fékk þá í Urban Outfitters. Ég er einfaldlega ekki enn búin að gera upp með mér hvort mér finnist þeir ljótflottir eða flottir eða bara svoldið halló en samt smá kúl. Þeir eru allavega rosa þæginlegir. Ég sé allavega fram á að líða mun betur í bakinu þegar ég er í þeim, frekar en öðrum flötum sandölum. 

Thursday, 22 May 2014

Fjórir dagsinsÉg keypti þennan kjól í Indiska um daginn. Ég varð svo hrifin af honum því hann er með svo flottu munstri og síður með svona smá klaufum neðst. (Og ótrúlega mjúkur:))


Buffing Brush frá Real techniques er í langmestu uppáhaldi hjá mér. Hann er mjög fjölhæfur, ég nota hann mest í púður og BB krem en svo er líka hægt að nota hann í bronzer og örugglega eitthvað fleira.


Ég er búin með fyrstu tvær og er að lesa Hermiskaða núna og hún er svo spennó!


Ótrúlega góður safi sem er ekki fullur af aukaefnum og drasli. Það er mjög gott að setja hann út í smoothie til að þynna eða bara drekka hann eintóman. Ég hef bara séð hann í Bónus og Hagkaup en  hann gæti verið á fleiri stöðum.


Monday, 19 May 2014

cherry blossom

Ég var að koma til Stokkhólms í dag þar sem þessi fallegu blómstrandi tré blasa við öðru hvoru. Þessi eru í garðinum hjá okkur, ó hvað þau eru falleg!

Sunday, 18 May 2014

sætindi

Við systur eigum það til að fá alveg ótrúlega sykurþörf. Við áttum um daginn að ákveða eftirmat sem við ætluðum að hafa í matarboði daginn eftir. Við vorum búnar að ákveða að hafa ostaköku og sátum slefandi yfir uppskriftum. Þegar við vorum búnar að skoða svona margar girnilegar uppskriftir af ostakökum var löngunin orðin of mikil! Við urðum að fá ostaköku og það strax!
Það tók okkur ekki langann tíma að vippa þessu upp. Við ætluðum að gera oreo ostaköku, en við áttum bara 2 oreókex.. Þá voru góð ráð dýr. Við gerðum hálfa uppskrift af þessari hér, svo möluðum við ballerínukex í botninn, ostakökusullið ofaná og að lokum muldum við oreókexin tvö ofaná.Þetta var syndsamlega gott skal ég segja ykkur, og svalaði sykurþörfinni í þetta skiptið. 


Friday, 16 May 2014

Mariacarla Boscono @ Dazed & Confused

Myndir úr myndaþætti Dazed & Confused af ítalska módelinu Mariacarla Bosconco. Viðtalið við hana og fleiri myndir má sjá hér, ég mæli með að lesa viðtalið.
Mér langaði fyrst og fremst að sýna ykkur myndaþáttinn. Hún er algjör töffari og myndirnar og stílíseringin finnst mér ótrúlega flott! Stílíseringin er eftir Panos Yiapanis og myndirnar tók Willy Vanderperre.