Thursday, 29 May 2014

flugferðanauðsynjar

Ég hef eytt dágóðum tíma í flugi, eigandi kærasta sem býr erlendis, búa svo sjálf erlendis og vera alltaf flúgandi fram og tilbaka á milli landa. Á þeim fjölmörgu flugferðum er ég komin með nokkra hluti sem ég þarf alltaf að vera með meðferðis þegar ég fer í flug. Er líka orðin helvíti góð í að pakka!


  • Eyrnatappar, það allra mikilvægasta, svona til þess að sleppa við fluþreytu og hellu í eyrum, set þá í áður en flugvélin fer í loftið og tek þá ekki úr fyrr en flugvélinin er lent.
  • Heyrnatól, til þess að hlusta á tónlist eða að horfa á skjáinn þegar maður er í svoleiðis vél. Set heyrnatólin bara yfir eyrnatappana, það er ekkert að trufla sko :)
  • Mjúkir sokkar. Ég fer yfirleitt úr skónum um leið og ég er búin að koma mér fyrir í sætinu, svona til þess að sleppa við þrýstinginn. Þá er gott að vera með auka mjúka sokka ef það skyldi verða smá kalt.
  • Þægileg föt! Ég er alltaf í síðerma bol, kuldaskræfan ég og góðri peysu, þangaðtil fyrir stuttu var ég alltaf í kósýbuxum, nú er ég búin að komast að því að Dr.Denim gallabuxurnar eru alveg hæfar í flug sökum mjúkleika. Það er ömurlegt að vera í einhverju óþæginlegu í langri flugferð, mæli líka með íþróttatopp og ömmunærbuxum ;)
  • Góð bók. Margir eru með það svo hentugt að vera með bókina bara í símanum, kindlinum eða ipadinum. Ég er búin að vera léleg við að lesa undanfarið en finnst samt alltaf gott að hafa eina létta í töskunni svona til öryggis. Ef mér skyldi leiðast. Önnur bók sem ég er þó alltaf með er lítil skissubók, svona ef ég skyldi nú fá einhverjar góðar hugmyndir. Mér finnst þær nefnilega alltaf líta betur út á pappír en í símanum.
  • Penni. Hann ætti kannski að vera ofar á listanum! Alltaf gott að vera með penna í töskunni á ferðalagi, til dæmis ef þig vantar að merkja töskuna sleppurðu við að spyrja næsta mann í röðinni á flugvellinum eða þá sleppur við lúkkið í check in þegar þú lætur næsta mann bíða því þú ert að klára að merkja töskuna þína.
  • Passi og flugmiðar eða bókunarnúmer, þarf vart að nefna það eða hvað..
  • Taupoki. Ég reyni alltaf að vera með auka taupoka í töskunni til að sleppa við óþarfa plastpoka.
  • Bakpoki, svona til að geyma allt sem er á þessum ágæta lista.

Vona að þetta geti nýst ykkur eitthvað á leið í ferðalag í sumar, þið getið þá valið og hafnað því sem ykkur hentar. Þetta er allavega það sem fær alltaf að fylgja með mér, auðvitað fylgja oft aukalega ýmsir aðrir hlutir, en þetta er svona staðalbúnaðurinn, þið skiljið. No comments:

Post a Comment