Tuesday, 16 September 2014

popp er snilld

Popp er snilld og þetta er ein mesta snilld sem ég hef fundið á internetinu <3 Skil ekki sjálfa mig að hafa ekki googlað þetta fyrr.
Ekkert uppvask á potti! Ekkert ofsaltað popp secret!
Sjálfsaltað eða sykrað!
Jeij <3

Svo eru líka fullt af skemmtilegum hugmyndum um hvernig má bragðbæta poppið hér.

Monday, 8 September 2014

Tíðarandi

Í skólanum var ég að vinna verkefni í sambandi við tímabilið 1965 til 1976. Hér eru nokkrar tísku og hönnunartengdar myndir sem ég fann til innblásturs og notaði í sambandi við það.

Emilio Pucci

Rudi Gernreich

Mary Quant og mínípilsin

Fjöldaframleiðsla

Paco Rabanne

Paco Rabanne vann mikið með óhefðbundin efni í klæðnanðinum sínum, eins og t.d. plast og málm.

Unisex tíska

Unisex tíska, „er þetta stelpa eða er þetta strákur?“ var mjög vinsælt

Yves Saint Laurent blómstraði á þessum tíma

Yves Saint Laurent Mondrian kjóllinn frægi

Twiggy var mjög vinsæl

Sonny & Cher

Konur urðu sjálfstæðari, fóru að standa við hliðiná á mönnunum en ekki í fanginu á þeim. 

Audrey Hephburn

Andre Courreges

Allir voru með ást á heilanum - LOVE

Brigitte Bardot í myndum sínum hafði mikil áhrif á hegðun ungra stúlkna. 

Þegar pilsin styttust þurftu konur að skipta úr sokkaböndum yfir í sokkabuxur

Vivienne Westwood og Malcom Maclaren

Vivienne og Malcom opnuðu saman búðina SEX

Kenzo í miðjunni, ásamt félögum sínum


Heimsókn á Caraby street í London var eins konar „Ride of passage“ fyrir alla þá sem voru „eitthvað“ í hönnun eða tísku. 


Tuesday, 2 September 2014

Meadham Kirchhoff AW14
Æðislegar ljósmyndir frá Lea Colombo, teknar fyrir Dazed Digital. Fallegar myndir af skemmtilegri hönnun, hologram jakkar, tjullpils, hekl og hundar. Bara yndislega krúttleg og skemmtileg samsetning. 


Monday, 1 September 2014

heimagert náttúrulegt strandarkrullusprey

Þetta er alger snilld og voða gott fyrir hárið og náttúrulegt og allt það!
Á ensku kallast þetta beach wave spray eins og mörgum er kunnugt og eru til alveg ótal útgáfur á því á netinu, sjá til dæmis hér.

Innihald: 
250 ml soðið vatn (1 bolli)
3 tsk sjávarsat (gróft)
1tsk aloe vera gel
1tsk hárnæring
1 tsk kókosolía

Tómur spreybrúsi

  • Hellið vatninu ásamt saltinu í brúsann og hristið.
  • Bætið gelinu, hárnæringunni og kókosolíunni útí og hristið aftur. 
  • Spreyjið í rakt hár og njótið!

Ég fór í sturtu um morguninn og setti spreyjið í eftir það. Myndin er svo tekin seinnipart dags þegar ég er búin að fara í skólann og alles. Ágætis ending bara!
Núna er ég búin að prófa það nokkrum sinnum og ég verð að segja að þetta er að virka mjög vel á hárið á mér. Oft eiga svona strandsprey það til að þurrka upp hárið vegna saltsins, en þar sem olían, gelið og hárnæringin kemur á móti verður hárið á mér silkimjúkt. Ég mæli með að þið prófið, ódýrt og virkar vel. 


Sunday, 31 August 2014