Friday, 27 June 2014

Sumarplanið

Ég gerði lista með 25 hlutum sem mig langar að gera í sumar. Ég ætla að taka mynd af því sem ég geri og setja það allt inní litla bók. Ég keypti mér geðveika Fujifilm instax myndavél um daginn sem er svona eins og poloroid sem þýðir að myndavélin framkallar strax myndirnar sem hún tekur. Þannig að ég ætla að setja eina mynd á hverja síðu og skrifa smá lýsingu fyrir ofan. 
Ég er ekki byrjuð að setja inn í bókina en er byrjuð að taka myndir. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og sniðugt ef þú vilt eiga eftirminnilegt sumar. Hlutirnir á listanum þurfa samt ekki að vera neitt flóknir bara eitthvað sem þig langar að gera. Í lok sumars ætla ég að sýna ykkur eitthvað úr minni bók!
Við Magna erum að fara til vestfjarða í óbyggðir þannig að við verðum netlausar og því blogglausar í 4 daga


Thursday, 19 June 2014

Lupita Nyong´o

Lupita Nyong´o for Vogue by Mikael Jansson, July 2014
Æðislegar myndir af fallegri stúlku. Hægt að skoða fleiri myndir hér.


source: Les Beehive


Wednesday, 18 June 2014

skisssur


Ég komst að því að ég á ógrynni af skissubókum (ókei hef nú kannski vitað það í soldinn tíma) og þarf að fara að fara almennilega í gegnum þær. Ég ætla að reyna að skissa 1 til tvær myndir eða skissur á dag og klára allar þessar fínu bækur, ef þið eruð heppin (eða óheppin) birti ég mögulega eitthvað af þeim hér. Hér er allavega ein lítil pennateikning af lyftu&lúpínu selfieinu.

bless í bili


Monday, 16 June 2014

H A T T U R

Þegar ég var í Hamborg um daginn keypti ég mér þennan fína hatt úr American Apparel. Ég stóðst ekki freistinguna því mér fannst hann svo flottur. Ég var búin að leita lengi og í mörgum búðum, meðal annars búin að láta Mögnu kíkja í nánast allar búðir í Stokkhólmi. Svo loksins fann ég þennann eina sanna í Hamborgarferðinni með Stellu minni.
Þessi verður mikið notaður!

Batti, ekki í neitt sérstaklega miklu myndatökustuði..
hæhæ

Hér er ég í lyftu með börnum og lúpínum

Jæja, ég er búin að vera svolítið slök í því að blogga uppá síðkastið. Það er sumar, það er brjálað að gera og það er bara þannig! Ég vona að ég geti bætt úr því í bráð en get engu lofað. 

Þangað til næst..


Wednesday, 11 June 2014

Helgarferð til Hamborgar


Ég og Stella vinkona mín fórum í helgarferð til Hamborgar á síðustu helgi. Það var ótrúlega hlýtt og fallegt veður allan tímann sem var æðislegt. Við versluðum slatta og ég sýni ykkur kannski nánar það sem ég keypti í öðru bloggi. Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni :)
(þið verðið að afsaka iphone gæðin á sumum myndunum)

Útsýnið af hótelinu


Ótrúlega sætt franskt kaffihús

Á sunnudeginum voru allar búðir lokaðar og við fórum á hjólabát

Thursday, 5 June 2014

marchesa detailsEftir að ég sá þennann kjól hér að ofan fór ég í fyrsta skipti að spá aðeins meira í Marchesa. Ég datt inn á mynd af honum á tumblr fyrir um fjórum árum síðan og mig hefur ekki hætt að dreyma um hann. Ó mér finnst hann svo fallegur. Einn daginn, einn daginn mun ég eignast hann. 
Marchesa var stofnað árið 2004 af þeim Georgina Chapman og Keren Craig svo það er alveg frekar nýlegt, eða svona, 10 ára á þessu ári. Afmælinu munu þær fagna með opnunarsýningunni á London Fashion Week í September á árinu, en þær stofnendur eru einmitt báðar breskar. Það verður forvitnilegt að sjá hvað þær koma með þá!
Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þeim tekst aftur og aftur að koma með svona fallega ladylike glamúr fallega detaila, var ég búin að segja fallega? Hér á eftir eru nokkrar myndir sem ég fann á tumblr af nokkrum vel völdum Marchesa flíkum og smáatriðum. 

It´s all in the details!

myndir: tumblr.com


Sunday, 1 June 2014

chandelier

Sia er svo ótrúlega flott söngkona og lagahöfundur. Hún hefur meðal annars samið lög fyrir Rihönnu, Britney og Christina Aguilera.
Ég er svo hrifin af nýjasta laginu hennar, og myndbandinu, vá! Maddie, dansarinn í vídjóinu er bara 11 ára gömul og gerir þetta svo fáránlega vel!
Tattooin hennar Sia og eftirlíking af þeim á hendinni á Maddie.