Wednesday, 14 May 2014

svartar gallabuxur

Svartar gallabuxur eru einfaldlega ekki bara svartar gallabuxur. Þær geta verið svo rosalega mismunandi og misendingargóðar. Hér að neðan ætla ég að útlista þremur af mínum uppáhalds týpum. Svartar gallabuxur eru nefnilega eiginlega minn einkennisbúningur. Ég er nánast alltaf í svörtum gallabuxum, hvort sem það sé við bol eða kjól eða skyrtu eða eitthvað annað. Mér finnst nefnilega ekkert sérstaklega þægilegt að vera í sokkabuxum..


Kostir: Þunnar. Þægilegar. Vasar bæði að framan og aftan. Gott snið. Falleg áferð á efninu, svona hálf glansandi.
Gallar: Þunnar. Litur dofnar með tímanum (eins og með allar svartar gallaxur ). Þær eru ekkert sérstaklega endingargóðar, fyrsta parið mitt rifnaði um daginn í klofinu á mjög svo óheppilegum tíma, en ég var í vinnunni að beygja mig niður að sækja eitthvað og úpps! Þær bara rifnuðu, sem betur fer kom Katla í vinnuna til mín með buxur til skiptanna. Á hinu parinu af svona buxum sem ég á eru saumarnir á rassvösunum farnir að slitna þannig að vasarnir hálfhanga á. 

Kostir: Þægilegar. Úr þykku gallaefni, samt mjúkar. sterkar og endingargóðar. 
Gallar: Það eru engir vasar framaná, bara svona gervivasar, ég tel það galla. Litur dofnar með tímanum (eins og með allar svartar gallaxur ).

Kostir: Ofur mjúkar og teygjanlegar. Þunnar en samt ekki of þunnar. Þægilegt snið, mjög mjúkar í mittið. Háar í mittið. 
Gallar: Ég er svo nýbúin að fá mér þessar að ég er ekki búin að finna neina galla við þær ennþá. Ég er þó viss um að liturinn eigi eitthvað eftir að dofna með tímanum. 


Þessar týpur eru allar með mjög gott snið og eru þæginlegar. Ég myndi setja Dr. Denim í fyrsta sæti samt, því að þær eru svo ofur mjúkar. Gina Tricot í öðru og svo Topshop buxurnar í því þriðja. Þetta eru allavega mín þrjú uppáhalds snið. Næstu kaup verða pottþétt aðrar svona Plenty buxur. 

Ps. Ef að þið eruð með svona litadaufar gallabuxur og eruð ekki að fíla það þá er hægt að kaupa svartann fatalit í t.d. Litir og Föndur og skella í þvottavélina með buxunum. Þá verða þær nánast eins og nýjar aftur!

6 comments:

 1. Hvar fást Dr. Denim? En Gina Tricot?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Dr. Denim fást í Maia eða Dr. Denim búðinni á Laugaveginum. Gina Tricot fást því miður ekki á Íslandi en þau eru með búðir á flestum norðurlöndunum :)

   Delete
 2. Snilld! Verð að tékka á þessum frá dr. denim, er líka algjör sökker fyrir svörtum gallabuxum :)

  ReplyDelete
 3. Hæ! Þetta post er mesta snilldin, takk innilega. Ég var að googla svartar gallabuxur því ég var í mikilli þörf fyrir nýjar og rakst á þetta. Fór beina leið og keypti mér bæði Topshop buxur og Dr. Denim. Báðar eru frábærar! Takk!
  Kær kveðja, María

  ReplyDelete