Tuesday, 25 March 2014

Mermaid

Ljósmyndasería sem að Tim Walker tók af Kristen McMenamy fyrir tímaritið W. 
Mér þykir þessi sería svo ofboðslega falleg og veitir mér mikiknn innblástur, módelið, litirnir, áferðirnar og fötin þykir mér allt einstaklega fallegt. Ég get ómögulega valið einhverjar myndir framyfir aðrar í þessari seríu svo ég birti hér allar myndirnar úr ljósmyndaseríunni. 
Hafmeyjur eru eitthvað svo heillandi goðsögn, allavega finnst mér það. Þegar ég var lítil og var spurð að því hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór sagði ég hafmeyja! Mér fannst það algerlega raunhæft markmið á þeim tíma. 

myndir: Tim Walker hér

2 comments:

  1. Þegar ég spurði þig þegar þú varst lítil hvort þig langaði í systkini þá sagðirðu að þú vildir helst eiga tvíburasystur.

    ReplyDelete