Tuesday, 29 April 2014

Audrey Hepburn // Breakfast At Tiffany´s

Mér finnst hún Audrey mín alveg eiga skilið sér færslu, bara um sig! Ég held nefnilega svolítið upp á myndirnar hennar, jæja ekki svolítið, heldur svolítið mikið.
Hér koma skjáskot úr nokkrum af uppáhalds myndunum mínum með henni:

Breakfast at Tiffany´s:

Úff ég gat ekki sett inn bara nokkrar myndir úr Breakfast at Tiffany´s, því miður. Er svo hrifin af þessari mynd. Ef þú hefur ekki séð hana þá mæli ég með henni, hún er mjög falleg og ljúf. 
Hinar myndirnar hennar verða bara að fá sér færslu líka. 

Monday, 28 April 2014

drykkur dagsins


Með extra mikið af bláberjum og ferskri myntu, NAMM!

krullur

Það virðist vera komið aftur í tísku að fá sér permanent núna. Við systurnar tókum því fagnandi og örkuðum báðar beint í permanent fyrir þónokkru síðan. Ætli það séu ekki komnir um tveir mánuðir núna. Hér að neðan má svo sjá mynd af því hvernig hárið á mér lítur út núna. Mér finnst það bara hafa haldið sér mjög vel. Hjá mér þ.e.a.s. en hjá Kötlu lak það úr eftir svona viku. Hún er með svo eindæmum heilbrigt hár hún Katla systir mín.
Allavega, ég ætlaði að deila með ykkur góðum ráðum og vörum í krulludeildinni ef að einhver ykkar er í sama pakka.
  1. Sjampó. Þetta er ekki eiginlegt krullusjampó en hárinu á mér líður svo vel af þessu að ég ákvað að vera ekkert að breyta til eftir að krullurnar komu. Það sem ég nota er einmitt þetta, Pure no. 01 en það eru til margar tegundir og ég held að barasta allar vörurnar frá Zenz séu súper góðar.  Þetta er allavega umhverfisvænt og náttúrulegt og fæst hjá Feimu Hárstofu.
  2. Hárnæring. Krulluhárnæring fyrir krullað hár, við keyptum svona brúsa eftir permanettið, er samt ekki alveg sannfærð um að það sé einhver munur á að nota krulluhárnæringu og venjulega hárnæringu, það er allavega góð lykt af henni! Þessi fæst í Hagkaup ásamt hinum John Frieda vörunum. 
  3. Hárolía. Mmmmm mig langar að búa í krukkunni það er svo sjúklega góð lykt af henni. Svo verður hárið svo mjúkt og fær svo fallega heilbrigðann glansa af þessu. Algert töframeðal. Hægt að kaupa þetta á mörgum hárgreiðslustofum. 
  4. Hárfroða. Þegar ég vil að krullurnar haldist extra vel smelli ég í þessari froðu í lófana og set í rakt hárið.
  5. Krullusprey. Þegar ég vil hafa krullurnar aðeins léttari en láta þær halda sér samt yfir daginn. Meira kasjúal svona. 
  6. Vatnsbrúsi. Snilld til að fríska uppá, þessar krullur elska vatn. Smá vatnsspraut og það bara lyftist. Þennan fékk ég nú bara í IKEA.
Á þessum myndum er ég tiltölulega nýbúin í sturtu, enn með rakt hárið og ekki búin að setja neitt í það nema olíuna góðu. Ágætis liðir bara eftir allan þennan tíma. 

Sunday, 27 April 2014

Olaf kaka


Ég bakaði þessa fínu köku á föstudaginn fyrir vinkonu mína sem átti afmæli. Þar sem við erum miklir Olaf unnendur. Fyrir þá sem ekki vita er Olaf persóna úr myndinni Frozen .Ég fór á Pinterest og fékk þar margar góðar hugmyndir. Ég gerði skapalón og klippti það út og lagði það ofan á skúffukökuna og skar eftir því.
Kremið er vanillusmjörkrem og svo eru tennurnar og augun sykurpúðar.

Olaf 

blóm í ilmvatnsglösum


Svolítið krúttlegt svona og dúllulegt.


myndir: apairandaspare, tumblr, pinterest

Friday, 25 April 2014

smúþí


Finnst ótrúlega gott að byrja daginn á að sötra upp einn svona. Ekki misskilja mig, það er alls ekki nóg, ég þarf líka að háma í mig ristað brauð eða eitthvað annað til þess að verða södd, finnst þetta bara svo súper gott á bragðið! 
Í þennann fór (svona ef að einhver hafði brennandi áhuga á því): Hálfur banani, frosið mango, frosin jarðaber, frosin brómber, pecan hnetur, chia fræ, túrmerik, engifer og Cawston Press epla og engifersafi. Svo kramdi ég þetta allt saman með töfrasprota og saug svo upp með röri á no time!
Gleðilegan föstudag! 

Thursday, 24 April 2014

sumardagurinn

Svona í tilefni að því að það sé nú sumardagurinn fyrsti í dag. Því miður er það ekki svona blómlegt hérna á íslandinu, en maður má nú láta sig dreyma. Þó svo að veðrið sé svona grátt. 
myndir frá tumblr.com // photos: tumblr.com

Monday, 21 April 2014

páskasnilld


Páskarnir voru nú meiri snilldin! Við systur fórum vestur á Ísafjörð með fjölskyldunni. Hittum fjölskydu og vini og vandamenn og fullt af góðu og fallegu og skemmtilegu fólki. Borðuðum mikið af mjög góðum mat og sætindum og spiluðum nokkur spil. Svo var aðeins kíkt á Aldrei fór ég suður og nokkur páskaegg voru étin.
Þetta voru nú bara ljómandi fínir páskar. 

Blair Waldorf

Blair Waldorf úr Gossip girl þáttunum er ein af mínum helstu tískufyrirmyndum. Hún er alltaf í svo fallegum kápum eða vönduðum kjólum með blúndum eða fínum perlum eins og Audrey Hepburn, fyrirmynd Blair. 

Örugglega fallegasti brúðarkjóll sem ég hef séð!

Svo fallegt hár!
Hér fyrir neðan eru myndir af Audrey Hepburn