Monday, 1 September 2014

heimagert náttúrulegt strandarkrullusprey

Þetta er alger snilld og voða gott fyrir hárið og náttúrulegt og allt það!
Á ensku kallast þetta beach wave spray eins og mörgum er kunnugt og eru til alveg ótal útgáfur á því á netinu, sjá til dæmis hér.

Innihald: 
250 ml soðið vatn (1 bolli)
3 tsk sjávarsat (gróft)
1tsk aloe vera gel
1tsk hárnæring
1 tsk kókosolía

Tómur spreybrúsi

  • Hellið vatninu ásamt saltinu í brúsann og hristið.
  • Bætið gelinu, hárnæringunni og kókosolíunni útí og hristið aftur. 
  • Spreyjið í rakt hár og njótið!

Ég fór í sturtu um morguninn og setti spreyjið í eftir það. Myndin er svo tekin seinnipart dags þegar ég er búin að fara í skólann og alles. Ágætis ending bara!
Núna er ég búin að prófa það nokkrum sinnum og ég verð að segja að þetta er að virka mjög vel á hárið á mér. Oft eiga svona strandsprey það til að þurrka upp hárið vegna saltsins, en þar sem olían, gelið og hárnæringin kemur á móti verður hárið á mér silkimjúkt. Ég mæli með að þið prófið, ódýrt og virkar vel. 


1 comment:

  1. oh sniðugt! var einmitt að skoða svona spay í dag :)

    ReplyDelete