Sunday, 4 May 2014

kate moss x topshopEkki misskilja mig. Mér finnst Kate Moss rosa sæt og falleg og fabjúlöss og allt það. En þessi föt?? Ég skil ekki afhverju þetta er upphype´að svona fáránlega mikið. Þetta eru ekkert spes föt. Þetta eru basic Topshop föt en á merkimiðanum stendur Topshop Kate Moss í staðin fyrir bara Topshop?
Afsakið mig en ég bara stend á gati, ég skil ekki hvað er svona merkilegt við þetta, mér finnst þetta bara ekkert merkileg föt, við erum hérna með kjól úr 100% næloni (gerviefni) á um 50 þúsund krónur. Nei. Þó að maður sé frægur og sætur þýðir það ekki að maður geti hannað föt. Ekki það að hún hafi hannað einhver föt í þessu ferli, ég bara stórlega efst um það.  
Ég tek ekki þátt í þessu. 
Sorry með mig. 
Takk og bless. 

Ps. Kate er samt kúl. 
Bless. 

edit: og svo ef að út í það er farið þá er fólkið sem er að sauma þessar flíkur að fá rúmar 40 krónur á tímann, en það er önnur saga (linkur). 

3 comments:

 1. Sammála.. svolítið mikið rugl. Sumt er alveg fínt, en sjúklega overprized og overhyped.
  Mér finnst Kate reyndar ekkert kúl, þannig kanski er ég biased.
  <3

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já þetta getur alveg verið fínt en ekkert í líkingu við það hvað þetta er að fá mikla athygli.
   <3

   Delete
 2. Mjög gaman að sjá samfélagsmeðvitun og tískumeðvitund á sama stað :-)

  ReplyDelete