Monday, 26 May 2014

sumar

Jæja, það er búin að vera svolítil lægð á blogginu síðustu daga. Ástæðurnar eru þær að Katla er búin að vera í prófum og ég er búin að vera og er enn, í Stokkhólmi að njóta. Það er búið að vera svo sjúklega gott veður að það er nánst glæpur að vera inni í tölvunni. Þá lætur maður það líka bara vera, svona að mestu. 

Afsakið gatið á sokkabuxunum. Ég get bara varla átt svoleiðis án þess að það komi strax gat hjá tánni!

Ég leyfði tískumeðvitundinni að fjúka út um gluggann og skynseminni alveg að ráða ferðinni þegar ég keypti mér þessa skó. Þetta eru svona svartir klassískir Birkenstock og ég fékk þá í Urban Outfitters. Ég er einfaldlega ekki enn búin að gera upp með mér hvort mér finnist þeir ljótflottir eða flottir eða bara svoldið halló en samt smá kúl. Þeir eru allavega rosa þæginlegir. Ég sé allavega fram á að líða mun betur í bakinu þegar ég er í þeim, frekar en öðrum flötum sandölum. 

1 comment: