Wednesday, 27 August 2014

múslí

Hér er uppskrift af súper einföldu og góðu múslíi. Uppskriftin er algjörlega eftir mínu höfði, ég var mikið búin að leita að einfaldri og góðri en fann aldrei neina sem hentaði mér, svo úr varð þessi.


Innihald:
haframjöl
hnetur
kókosflögur
kókosolía
agave sýróp
akasíu hunang

þurrkuð ber/
þurrkaðir ávextir

Eins og þið sjáið eru engar mælieiningar. Ég byrja á að mylja hneturnar, ég notaði kasjúhnetur (notaði u.þ.b. 200gr) en ég mæli með að þið notið bara það sem ykkur finnst gott.
Svo skellti ég slatta af haframjöli á pönnu ásamt helmingnum af hnetunum.
Ég setti út á það dass af kókosolíu, dass af agave sýrópi og dass af hunanginu, á ég að segja dass einusinni í viðbóti? Dass.
Hafið pönnuna á meðalhita.
Hrærði svo öllu saman með trésleif. Það þarf að fylgjast vel með og hræra í, því á skömmum tíma byrjar þetta að brúnast og við viljum ekki að það brenni.
Þegar blandan byrjar að brúnast á að hræra vel og þegar þér finnst liturinn orðin fallega gullin er öllu skellt á bökunarpappírsklædda bökunarplötu og leyft að kólna.
Þá gerið þið helming númer tvö, mér finnst gott að gera þetta í tveimur hlutum svo að pannan sé ekki yfirfull. Ég mæli með að smakka á fyrri helming og athuga hvernig ykkur líkar, kannski viljiði hafa meira sætt eða minna og þá breytiði hunangs og sýrópshlutföllunum fyrir seinni hlutann. Setjið svo seinni helminginn á plötuna með fyrri helmingnum og leyfið aðeins að kólna.
Að lokum er bara að bæta út í þurrkuðu ávöxtunum, í mínu tilfelli goji berjum.

Mér finnst svo best að fá mér múslí með Örnu súrmjólkinni, það er voða gott.


No comments:

Post a Comment