Thursday, 5 June 2014

marchesa detailsEftir að ég sá þennann kjól hér að ofan fór ég í fyrsta skipti að spá aðeins meira í Marchesa. Ég datt inn á mynd af honum á tumblr fyrir um fjórum árum síðan og mig hefur ekki hætt að dreyma um hann. Ó mér finnst hann svo fallegur. Einn daginn, einn daginn mun ég eignast hann. 
Marchesa var stofnað árið 2004 af þeim Georgina Chapman og Keren Craig svo það er alveg frekar nýlegt, eða svona, 10 ára á þessu ári. Afmælinu munu þær fagna með opnunarsýningunni á London Fashion Week í September á árinu, en þær stofnendur eru einmitt báðar breskar. Það verður forvitnilegt að sjá hvað þær koma með þá!
Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þeim tekst aftur og aftur að koma með svona fallega ladylike glamúr fallega detaila, var ég búin að segja fallega? Hér á eftir eru nokkrar myndir sem ég fann á tumblr af nokkrum vel völdum Marchesa flíkum og smáatriðum. 

It´s all in the details!

myndir: tumblr.com


2 comments: