Friday, 27 June 2014

Sumarplanið

Ég gerði lista með 25 hlutum sem mig langar að gera í sumar. Ég ætla að taka mynd af því sem ég geri og setja það allt inní litla bók. Ég keypti mér geðveika Fujifilm instax myndavél um daginn sem er svona eins og poloroid sem þýðir að myndavélin framkallar strax myndirnar sem hún tekur. Þannig að ég ætla að setja eina mynd á hverja síðu og skrifa smá lýsingu fyrir ofan. 
Ég er ekki byrjuð að setja inn í bókina en er byrjuð að taka myndir. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og sniðugt ef þú vilt eiga eftirminnilegt sumar. Hlutirnir á listanum þurfa samt ekki að vera neitt flóknir bara eitthvað sem þig langar að gera. Í lok sumars ætla ég að sýna ykkur eitthvað úr minni bók!
Við Magna erum að fara til vestfjarða í óbyggðir þannig að við verðum netlausar og því blogglausar í 4 daga


No comments:

Post a Comment