Monday, 24 March 2014

DIY: VAXLITA VARALITURMér fannst þetta svo mikil snilld þegar ég rakst á svona á internetvafri mínu að ég gat bara ekki trúað að þetta væri satt. Ég fór strax að leita um allt hús að vaxlitum en fann því miður enga. Ég fór beint að kaupa mér vaxliti því ég varð að prófa þetta.  Við studdumst við ÞESSA uppskrift og þetta er mjög auðvelt!

Það sem þarf í einn varalit:
1 Vaxlitur
1/2 tsk kókosolía, við notuðum lyktarlausa (rúmlega)
1/2 tsk ólívu olía eða önnur grænmetisolía (rúmlega)

Svo bræddi ég þetta í glerkrukku og hellti svo í ílát. Við komumst að því að það er þægilegast að nota gamalt varsalvahulstur til að setja þá í eins og t.d. þessi BurtsBees hulstur sem við notuðum. Þá er nefnilega einfaldast að setja varalitinn á. Það er svo sem ekkert mál í dollunum heldur ef maður á góðann varalitapensil. Þessar litlu dollur/krukkur eru úr Söstrene Grene.

Ég mæli með að prófa, litirnir eru rosalega fallegir. Þeir sitja vel á og eru mjúkir og góðir fyrir varirnar.


Mynd 1: google.com // Mynd 2: Katla

No comments:

Post a Comment