Sunday, 30 March 2014

Reykjavík Fashion Festival

Okkur systrum áskotnuðust á síðustu stundu miðar á Reykjavík Fashion Festival okkur til mikillar gleði. Hér eftir komu nokkrar myndir sem við tókum á símana okkar yfir daginn en við nenntum ómögulega að dröslast með stóru myndavélina. Látum myndirnar tala.

Farmers market var fyrsta sýning dagsins. Ég var mjög hrifin af sýningunni sem heild, hljóðfæraleikararnir og karlakórinn tónuðu mjög vel við fatnaðinn.


Katlan mætt á svæðið.


Zizka


Selfie milli sýninga.


magneaÞað var mikið um bið.


ELLAVið vorum alveg á síðustu metrunum og fórum á kaffihús og fengum okkur hressingu á Le Bistro á Laugavegi. Misstum því miður þar af leiðandi af REY sem við hefðum nú alveg viljað sjá. Á myndum lítur sú lína allavega mjög vel út, það eru líklegast fötin sem við erum hrifnastar af. 


Laumast í loftinu. 


Lyftuselfie!JÖR var með mjög flott show!


Í heildina var þetta alveg æðisleg upplifun. Við vorum báðar að fara í fyrsta skipti á RFF og það var mjög gaman að fá að prófa svona festival. Það eina sem setti svartan blett á daginn var þessi endalausa bið alltaf á milli sýninga og það að ekki ein einasta sýning byrjaði á auglýstum tíma. Þetta var rosa gaman en okkur þótti fullmikið að það hafi þurft að fara svona mikill tími í þetta allt saman. 


No comments:

Post a Comment