Tuesday, 25 March 2014

SÆTINDI: einfaldar brownies

Það er ekki sjaldan sem að sykurþörfin gerir vart við sig hér. Þá á ég til að skella í þessar ofureinföldu brownies. Uppskriftin er upprunalega héðan en hún er með örlitlum breytingum frá mér. Það sem ég elska við þessa uppskrift er að hún er alger grunnuppskrift og rosa góð ein og sér, en svo getur maður bætt sjálfur í hverju sem maður vill hafa með við séstök tilefni eins og t.d. hnetur, súkkulaði eða oreo kex.

Það sem þarf:
60 g smjör
5 msk kakó
2 egg
2 dl sykur
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
1 tsk vanilluskykur
1 1/4 dl hveiti

Aðferð: 
Hitið ofninn í 175°C
Bræðið saman smjör og kakó - í potti eða örbylgjuofni. 
Setjið egg og sykur saman í skál og þeytið létt saman með písk þar til blandan er orðin vel samanlöguð. 
Hellið kakósmjörinu saman við ásamt lyftidufti og vanillusykri og blandið vel saman. 
Bætið hveitinu við og hrærið saman með sleif. 
Smyrjið eldfast mót og hellið deiginu í formið og sléttið yfirborðið. 
Bakið í miðjum ofni í um 20 mín. Í þetta skiptið var engu bætt í deigið en ís borðaður með : )

No comments:

Post a Comment