Monday, 31 March 2014

Brauð-ið

Þessi frábæra uppskrift kemur héðan. Þetta er uppáhalds brauðuppskriftin mín þar sem hráefnin eru fá og einföld  og brauðið er rosa gott. Hef gert svona brauð úr henni en einnig bollur og snittubrauð svo ég myndi segja að það sé allt hægt! 


Í brauðið fer: 
500 g hveiti
0.75 msk ger
0,75 msk salt 
375 ml volgt vatn 
Ath. þetta er hálf uppskrift og úr henni kemur þetta brauð eins og er á myndunum, heil uppskrift er hér.

Aðferð:
Hrærið allt saman í stórri skál með sleif þar til deigið er orðið frekar blautt og klístrað og nánast allt hveitið horfið inn í deigið.
Leggið viskastykki eða plastfilmu yfir deigið og látið það lyfta sér við stofuhita í 2 tíma.
Mótið deigið með hveitistráðum höndum og leyfið því að lyfta sér í hálftíma í viðbót. 
Hitið ofninn í 220°C. Ég leyfði bökunarplötunni að hitna í ofninum líka.
Ég bakaði brauðið í um 30 mínútur og galdurinn við góða skorpu er að hafa eldfast mót með heitu vatni neðst í ofninum.
Ég skar svo svona kross í brauðið rétt áður en það fór í ofninn svo að það lyfti sér betur.
Yndislega ljúffengt. 
Svo má líka geyma degið í ísskáp í allt að tvær vikur og taka af og baka brauð þegar manni lystir!

No comments:

Post a Comment