Friday, 28 March 2014

SÆTINDI: Oreo kaka

Við vorum ekkert að grínast með þessa sætindaþörf sko! Stundum er metnaðurinn meiri og þá er skellt í svona alvöru köku sem þarfnast meiri fyrirhafnar eins og t.d. þessi eða ískökurnar sem hún Katla gerði um daginn.


Uppskriftin af oreokökunni er upprunalega héðan.

Það sem þarf:
1 1/2 bolli sykur
2 eggjarauður
125 g smjör
2 dl karamellujógúrt
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
1 tsk vanillusykur
3 bollar hveiti
u.þ.b. 12 muldar oreo kexkökur

Aðferð:
Hitið ofninn í 160°C. 
Byrjið á því að hræra vel saman eggjarauðum og sykri. 
Hrærið svo við smjörið, jógúrtina, lyftiduftið, vanilludropa og vanillusykur.
Hrærið hveitið svo saman við með sleif og svo er oreo kexinu bætt útí að lokum.
Bakið í miðjum ofni í um 30 mín eða þar til kakan er orðin gullinbrún. (Mér finnst gott að athuga hvort hún sé tilbúin með því að stinga prjóni í kökuna miðja og ef það kemur ekkert deig með honum er kakan tilbúin.)

Smjörkrem:
Þessi uppskrift er blanda af nokkrum uppskriftum sem hafa verið í uppáhaldi hjá okkur. Í hana fer:
150 g smjör
1/2 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk vanillusykur
2 msk sýróp
2 msk kakó
1 1/2 - 2 msk kaffi
500 g flórsykur

Byrjið á að þeyta saman allt nema kaffið og flórsykurinn. Þeytið svo flórsykurinn við í litlum skömmtum og setjið kaffið þegar kremið virðist of þykkt.
Smyrjið svo kreminu á kökuna og myljið oreo kexi yfir.
Njótið með bestu lyst!No comments:

Post a Comment