Sunday, 4 May 2014

Audrey Hepburn // Funny Face

Hér eru nokkur skjáskot úr myndinni Funny Face með Audrey Hepburn og Fred Astaire. Dagurinn í dag er einmitt afmælisdagurinn hennar, hún hefði orðið 85 ára í dag. Ó sú drottning!


Hubert Givenchy klæðir Audrey.

Missti mig kannski aðeins í myndunum. Það eru bara svo ofboðslega mikið af fallegum skjáskotum úr myndinni. Svo eru það fötin, Edith Head búningahönnuður myndarinnar var einmitt tilnefnd til óskarsveðlaunnanna fyrir vinnu sína í myndinni. Þess má þó geta að Hubert sjálfur Givenchy hannaði marga af minnisstæðustu kjólunum sem Audrey klæddist í myndinni, kjólana fékk Audrey í gegnum persónuleg tengsl við Hubert. Edith Head viðurkenndi þó aldrei opinberlega framlag Givenchy´s við heildarmyndina á búningunum í myndinni (lesa meira hér).No comments:

Post a Comment