Thursday, 22 May 2014

Fjórir dagsinsÉg keypti þennan kjól í Indiska um daginn. Ég varð svo hrifin af honum því hann er með svo flottu munstri og síður með svona smá klaufum neðst. (Og ótrúlega mjúkur:))


Buffing Brush frá Real techniques er í langmestu uppáhaldi hjá mér. Hann er mjög fjölhæfur, ég nota hann mest í púður og BB krem en svo er líka hægt að nota hann í bronzer og örugglega eitthvað fleira.


Ég er búin með fyrstu tvær og er að lesa Hermiskaða núna og hún er svo spennó!


Ótrúlega góður safi sem er ekki fullur af aukaefnum og drasli. Það er mjög gott að setja hann út í smoothie til að þynna eða bara drekka hann eintóman. Ég hef bara séð hann í Bónus og Hagkaup en  hann gæti verið á fleiri stöðum.


No comments:

Post a Comment