Sunday, 18 May 2014

sætindi

Við systur eigum það til að fá alveg ótrúlega sykurþörf. Við áttum um daginn að ákveða eftirmat sem við ætluðum að hafa í matarboði daginn eftir. Við vorum búnar að ákveða að hafa ostaköku og sátum slefandi yfir uppskriftum. Þegar við vorum búnar að skoða svona margar girnilegar uppskriftir af ostakökum var löngunin orðin of mikil! Við urðum að fá ostaköku og það strax!
Það tók okkur ekki langann tíma að vippa þessu upp. Við ætluðum að gera oreo ostaköku, en við áttum bara 2 oreókex.. Þá voru góð ráð dýr. Við gerðum hálfa uppskrift af þessari hér, svo möluðum við ballerínukex í botninn, ostakökusullið ofaná og að lokum muldum við oreókexin tvö ofaná.Þetta var syndsamlega gott skal ég segja ykkur, og svalaði sykurþörfinni í þetta skiptið. 


No comments:

Post a Comment