Thursday, 3 April 2014

eftirlætis

Okkur datt í hug að hafa sér flokk með eftirlætis hlutunum okkar. Þó að við séum mjög líkar að mörgu leiti þá getum við líka verið mjög ólíkar með það sem er í eftirlæti hjá okkur, hvort sem það séu föt, snyrtivörur eða aðrar nauðsynjavörur.
Við viljum þó byrja á einu sameiginlegu eftirlæti.

Eftirlætis varasalvinn okkar er Burt´s Bees tinted lip balm, í nánast hvaða lit sem er! Og þó, Rose og Red Dahlia eru líklegast í mestu eftirlæti hjá okkur. Við erum allavega alltaf með að minnsta kosti einn í vasanum eða veskinu hvert sem við förum.


No comments:

Post a Comment