Monday, 14 April 2014

SÆTINDI: DULCE DE LECHE SMÁKÖKUR

Við systur bökuðum þessar æðislegu smákökur í dag. Uppskriftin kemur frá sænska matarbloggaranum Linda Lomelino, en hún gerir mikið af mjög girnilegum uppskriftum eins og til dæmis þessa hér


Þetta dulce de leche er semsagt sweetened condensed milk sem er oft erfitt að finna en við keyptum okkar dós í tælensku búðinni á Laugaveginum á móti Hlemmi. Það eru til ýmsar aðferðir við að gera þetta margumtalaða dulce de leche úr mjólkinni en við settum það í pott og höfðum á lágum hita og hrærðum í um klst eða svo. Mæli með að þið googlið og finnið leið sem að ykkur hentar. 
Þetta eru með bestu smákökum sem ég hef bakað, mæli með að þið prófið sjálf!

No comments:

Post a Comment