Thursday, 17 April 2014

NEGLUR


Ég elska minimalístískt naglalakk! Ekki bara af því mér finnst það fallegt heldur líka af því ég get verið ógeðslega löt við að viðhalda naglalakkinu mínu. Mér finnst svo ljótt þegar naglalakkið er farið að flagna. Þessvegna hefur þessi naglaskreyting verið mikið notuð og í miklu uppáhaldi. 
Ég var að renna í gegnum uppáhalds bloggið mitt um daginn og rakst á þessar neglur og ákvað að prufa sjálf. Mér finnst það nú mjög fallegt en það fékk ekki að halda sér lengi. Ég hreinsaði heilu svörtu neglurnar þegar þær fóru að flagna og efri punktinn á hinum nöglunum. Ég hélt mig svo við neðri punktinn og bætti honum líka við á hinar neglurnar. Mér finnst það koma mjög vel út en er því miður ekki með mynd fyrir ykkur. Ég gerði punktinn með því að dýfa tannstöngli í naglalakk en ef þið eigið naglapenna er mjög sniðugt að nota bara svoleiðis. 


No comments:

Post a Comment